Sigurður Pálsson hlaut Maístjörnuna

23.05.2017

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn og Rithöfundasamband Íslands og veita ný verðlaun fyrir ljóðabók sem kom út á árinu 2016. Verðlaunin, sem bera heitið Maístjarnan, voru afhent í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni þann 18. maí á Degi ljóðsins.

Maístjörnuna fyrir ljóðabók ársins 2016 hlýtur

Sigurður Pálsson fyrir ljóðabók sína Ljóð muna rödd

Í umsögn dómnefndar um verðlaunabókina segir:

„„Hér af spássíu Evrópu“ heitir eitt ljóð í bókinni Ljóð muna rödd, bók sem er rík af röddum, ljósi, skuggum, nálægð og fjarlægð. Spássían getur á óvæntan hátt verið auðugt svæði og það lýsir vel skáldinu sem svo yrkir. Í þessari bók birtist auðugur ljóðheimur Sigurðar Pálssonar, skálds sem hefur sannarlega lagt sitt fram til endurnýjunar og krafts íslensks ljóðmáls. Ljóð muna rödd er sterk bók þar sem glímt er við stórar spurningar. Röddin í titlinum er áleitin, ljóðin eru myndræn, tregafull og magnþrungin, en eru jafnframt óður til lífsins og lífsgleðinnar.“


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall