Sýning um Sigvalda Kaldalóns opnuð

26.05.2017

 

Sýning um Sigvalda Kaldalóns var opnuð í Þjóðarbókhlöðu þann 24. maí. Sýningin er unnin með styrk frá Minningarsjóði Sigvalda Kaldalóns og er í samstarfi sjóðsins, Snjáfjallaseturs og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Við opnun flutti Hallveig Rúnarsdóttir sópran nokkur laga Kaldalóns við píanóundirleik Hrannar Þráinsdóttur. Gunnlaugur A. Jónsson flutti ávarp fyrir hönd Kaldalónsniðja og Sigvaldi Snær Kaldalóns afhenti safninu nokkur handrit og nótur Kaldalóns til viðbótar við það sem áður hefur verið afhent safninu.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall