Lífshistoría, Líkræða og erfiljóð um Hólmfríði Sigurðardóttur (1617-1692)

Hólmfríður Sigurðardóttir prófastsfrú í Vatnsfirði í Ísafjarðardjúpi fæddist 9. janúar 1617 að Hróarsholti í Flóa og eru því nú liðin 400 ár frá fæðingu hennar. Líkræða sr. Geirs Markússonar yfir henni ásamt lífshistoríu og erfiljóði um hana eftir eftir sr. Jón Guðmundsson er varðveitt í handritinu Lbs 1528 8vo. Það er 65 blöð, mörg myndskreytt og er eiginhandarrit höfunda þess, skrifað á árunum 1692-1703.

Foreldrar Hólmfríðar voru Sigurður yngri Oddsson (1595-1617) og Þórunn ríka Jónsdóttir (1594-1673). Foreldrar Sigurðar voru Oddur Einarsson Skálholtsbiskup (1559-1630) og Helga Jónsdóttir biskupsfrú (1567-1662). Sigurður, faðir Hólmfríðar, drukknaði í Ölfusá þegar hún var hvítvoðungur en Þórunn giftist skömmu síðar Magnúsi Arasyni sýslumanni á Reykhólum. Magnús var sonur Ara í Ögri og Kristínar Guðbrandsdóttur biskups. Hólmfríður giftist 4. september 1636 Jóni Arasyni, yngri bróður stjúpföður síns. Jón hafði verið skólameistari í Skálholti en tók við brauði og prófastsembætti í Vatnsfirði 29. ágúst, sex dögum fyrir brúðkaupið. Hólmfríður og Jón eignuðust 12 börn og 9 þeirra komust á legg. Þeirra á meðal voru Magnús í Vigur, mikill handritaframleiðandi og Ragnheiður biskupsfrú, sem prýðir 5.000 kr. seðilinn. Ragnheiður lét skrifa og átti handritið Lbs 1528 8vo. Jón Arason varð snemma heilsuveill svo bústjórnin hvíldi á herðum Hólmfríðar. Hann lést 10. ágúst 1673, á 67. aldursári. Hólmfríður flutti árið eftir með tvö yngstu börnin, Önnu og Ara, að Hólum en bjó frá 1688 að Laufási hjá Helgu dóttur sinni og lést þar, 25. apríl 1692, 75 ára gömul.

Hér má sjá handritið Lbs 1528 8vo:
https://handrit.is/is/manuscript/view/is/Lbs08-1528

Fyrri kjörgripir


Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Skjalasafn Hringsins
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Ein ný sálmabók 1589
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Leikmynd og búningar Lothars Grund við Spádóminn
200 ára | 1818-2018

Leikmynd og búningar Lothars Grund við Spádóminn

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall