Samningur um afhendingu á veggspjöldum frá Smekkleysu

08.09.2017

Þann 7. september afhenti Ásmundur Jónsson fyrir hönd Smekkleysu S.M. ehf. Landsbókasafni til eignar og varðveislu veggspjöld úr fórum Smekkleysu. Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður og Ásmundur undirrituðu afhendingarsamning og opnuð var sýning á veggspjöldum og öðru útgáfuefni frá 30 ára starfi Smekkleysu og félaga sem störfuðu í aðdraganda stofnunar fyrirtækisins. Við opnun sýningarinnar fluttu Ingibjörg Steinunn og Ásmundur stutt ávörp og Bragi Ólafsson og Óskar Árni Óskarsson lásu upp úr Smáritum Smekkleysu.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall