Smekkleysa 30 ára

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Fimmtudaginn 7. september 2017 var opnuð sýning  í Þjóðarbókhlöðu í tilefni af 30 ára afmæli útgáfufélagsins Smekkleysu. Fyrsta útgáfa Smekkleysu var póstkort gefið út í tilefni leiðtogafundarins í Höfða haustið 1986. Afrakstur sölunnar var notaður til að fjármagna fyrstu plötu Sykurmolanna sem innihélt lagið „ammæli“. Haustið 1987 var lagið gefið út í Bretlandi og einkunnarorð Smekkleysu, „heimsyfirráð eða dauði“ fengu nýja merkingu í kjölfar þeirrar velgengni sem Sykurmolarnir nutu næstu árin og í framhaldi af því fleiri íslenskir listamenn. Á sýningunni gefur að líta úrval veggspjalda og annarrar útgáfu frá níunda áratugnum, einnig í aðdraganda stofnunar Smekkleysu þegar Grammið, Medúsa, Eskvímó og fleiri gáfu út efni listamanna sem tilheyrðu hinni svokölluðu nýbylgju og höfðu tileinkað sér einskonar sjálfsþurftarbúskap utan hefðbundinna útgáfufyrirtækja er varð grunnurinn að stofnun Smekkleysu.

Sýningin stóð til 5. mars 2018.

Sýningarskrá (PDF)

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Hallgrímur Pétursson

Hallgrímur Pétursson

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
dadadieterdúr

dadadieterdúr

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 50 ára

Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 50 ára

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall