„Myndaði jeg stafi og marga dráttu…“ - Benedikt Gröndal – skrifarinn og skáldið

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson fæddist 6. október 1826 á Bessastöðum á Álftanesi. Hann lést 2. ágúst 1907.

Á annað hundrað handrita í handritasafni tengjast nafni Benedikts Gröndals og eru þau afar fjölbreytt. Aðeins lítill hluti þeirra er á sýningu sem opnuð hefur verið í safninu.

Í safninu eru varðveitt handrit að skáldverkum Benedikts. Þar á meðal eru tvær gerðir af ævisögu hans, Dægradvöl, brot úr Örvar-Odds drápu, Þórðar saga Geirmundarsonar og Rímur af Göngu-Hrólfi. Þá eru þar þýðingar hans, m.a. á Ilíonskvæði Hómers.

Á fjórða tug handrita innihalda fræðileg skrif og ritgerðir. Að mestu eru það handrit um norræn fræði og náttúrufræði sem mörg geyma fjölda teikninga.

Sýningin stendur til 12. mars 2018.

Skrá

Spjöld

 

 

Sýningarskrá (PDF)

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar

Jón Múli Árnason – 100 ára minning

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Símaskráin 1905-2016

Símaskráin 1905-2016

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Páll Björnsson - 400 ára minning

Páll Björnsson - 400 ára minning

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Jón Vídalín – þriggja alda ártíð

Jón Vídalín – þriggja alda ártíð

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall