Sýning í Þjóðarbókhlöðu
Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson fæddist 6. október 1826 á Bessastöðum á Álftanesi. Hann lést 2. ágúst 1907.
Á annað hundrað handrita í handritasafni tengjast nafni Benedikts Gröndals og eru þau afar fjölbreytt. Aðeins lítill hluti þeirra er á sýningu sem opnuð hefur verið í safninu.
Í safninu eru varðveitt handrit að skáldverkum Benedikts. Þar á meðal eru tvær gerðir af ævisögu hans, Dægradvöl, brot úr Örvar-Odds drápu, Þórðar saga Geirmundarsonar og Rímur af Göngu-Hrólfi. Þá eru þar þýðingar hans, m.a. á Ilíonskvæði Hómers.
Á fjórða tug handrita innihalda fræðileg skrif og ritgerðir. Að mestu eru það handrit um norræn fræði og náttúrufræði sem mörg geyma fjölda teikninga.
Sýningin stendur til 12. mars 2018.
Sýning í Þjóðarbókhlöðu
Sjá nánarNetspjall_
Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.