Félag um átjándu aldar fræði - málþing

18.10.2017

 

 

Nýjar rannsóknir á sögu Íslands

á átjándu og nítjándu öld

 

Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing

undir yfirskriftinni

Nýjar rannsóknir á sögu Íslands á átjándu og nítjándu öld

 í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð,

laugardaginn 21. október 2017.

 

Málþingið hefst kl. 13:30 og því lýkur eigi síðar en kl. 16:15.

 Flutt verða fjögur erindi sem hér segir:

 

Lúxus og oflátungsháttur

Helga Hlín Bjarnadóttir, MA í sagnfræði og starfsmaður á Þjóðskjalasafni Íslands

 

Héraðslæknar og aðkoma þeirra að fæðingarhjálp á 18. og 19. öld

Erla Dóris Halldórsdóttir, nýdoktor í sagnfræði og hjúkrunarfræðingur

 

KAFFIHLÉ


Sviðin jörð eða frjór akur? Handritasöfnun á Íslandi 1730–1840

Bragi Þorgrímur Ólafsson, fagstjóri handritasafns Landsbókasafns Íslands –Háskólabókasafns og doktorsnemi í sagnfræði

 

Manntalið 1762 í hringiðu miðstýringar og deilna

Kristrún Halla Helgadóttir, MA í sagnfræði og sérfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu

 

Fundarstjóri: Halldór Baldursson, læknir og sagnfræðingur 

 

Flutningur hvers erindis tekur um 20 mínútur.

Um 10 mínútur gefast til fyrirspurna og umræðna að loknu hverju erindi.

 

Í hléi verða veitingar á boðstólum fyrir framan fyrirlestrasalinn.

 

Útdrættir úr erindum liggja frammi á málþinginu.

Þeir verða síðar aðgengilegir á heimasíðu félagsins, http://fraedi.is/18.oldin/

 

Allir velkomnir

Stjórnin


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall