Vika opins aðgangs - fræðslufundir

24.10.2017

Alþjóðleg vika opins aðgangs er dagana 23. - 29. október 2017

Þema vikunnar: "Open in order to..." sem útleggst á íslensku: "Opið til þess að...".

Í tilefni vikunnar var kynning á stefnu Háskóla Íslands um opinn aðgang, ORCID auðkennum  og varðveislusafninu Opnum vísindum þriðjudag 24. október 2017, kl. 12:20 - 13:00 á Háskólatorgi í stofu 103.

Á Morgunkorni Upplýsingar (sjá upptöku), 
miðvikudag 25. október 2017 kl. 8:30-9:45 í fyrirlestrasal í Þjóðarbókhlöðu voru tvö erindi:

  • Anna Sigríður Guðnadóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur á heilbrigðisvísindabókasafni LSH og HÍ, hélt erindið "OpenAIRE verkefni Evrópusambandisins, hvað gengur það út á?" 
  • Sigurgeir Finnsson, bókasafns- og upplýsingafræðingur á Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni, hélt erindið "Opinn aðgangur, hvað er það?" Sjá glærur Sigurgeirs

Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall