Rússneska byltingin 1917 og áhrif hennar á Íslandi

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

 

Byltingin í Rússlandi er einn af afdrifaríkustu atburðum 20. aldar og hún hafði mótandi áhrif á stjórnmál um allan heim. Um var að ræða röð uppreisna í Rússlandi sem leiddu fyrst til þess að einræðisstjórn Rússakeisara var hrundið en síðan til valdatöku ráða eða sovéta undir stjórn bolsévika. Hin svokallaða októberbylting hófst í Tallinn 23. október 1917, en tveimur dögum síðar í Pétursborg (25. október eða 7. nóvember að okkar tímatali).

Síðara skeyti hermir að »Maximalistar« hafi náð ritsímum, talsímum, fréttastofum, bönkum og öðrum stofnunum algerlega á sitt vald.

Fregnir voru í fyrstu stopular hér á landi af rússnesku byltingunni, enda fyrri heimstyrjöldin í fullum gangi. Þann 17. mars 1917 birtist stutt símfregn í Morgunblaðinu um að Rússakeisari hefði lagt niður völd og væri fangi þingsins. Þann 20. mars birtist ítarlegri grein í blaðinu þar sem er fjallað á jákvæðan hátt um byltinguna í Rússlandi. Í Vísi segir þann 8. nóvember að alvarlegar skærur séu á milli rússnesku stjórnarinnar og „maximalista“ (bolsévika). Lengri grein birtist í Morgunblaðinu þann 10. nóvember þar sem sagði að „maximalistar“ hefðu náð ritsímum, talsímum, fréttastofum, bönkum og öðrum stofnunum algerlega á sitt vald og Lenín væri orðinn einvaldur. Lítil sýning hefur verið sett upp í safninu um rússnesku byltinguna. Sýningin stendur til 19. febrúar 2018.

Á vefnum bækur.is má lesa eftirfarandi rit tengd rússnesku byltingunni:

Ávarp til ungra alþýðumanna

Landsbankinn og bolchevisminn

Áslaug Agnarsdóttir segir hér frá sýningunni.

Sýningarskrá 

 

 

 

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Eylenduhugsanir Jean Larson (lokið)

Eylenduhugsanir Jean Larson (lokið)

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Erlend handrit  úr bókasafni Willards Fiske

Erlend handrit úr bókasafni Willards Fiske

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Sigvaldi Kaldalóns

Sigvaldi Kaldalóns

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Pappírsslóð rakin

Pappírsslóð rakin

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall