Þuríður Pálsdóttir fæddist í Reykjavík 1927, dóttir Kristínar Norðmann píanókennara og Páls Ísólfssonar tónskálds og organista. Þuríður hefur verið einsöngvari frá 1948. Hún stundaði söng- og tónlistarnám á Ítalíu á sjötta áratugnum og lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1967 og stundaði einnig nám í píanóleik og óperuleik. Þuríður var í hópi frumkvöðla í söngkvennastétt hér á landi og söng fjölmörg óperuhlutverk, hélt fjölda einsöngstónleika, stjórnaði Árnesingakórnum í Reykjavík og var yfirkennari Söngskólans frá stofnun hans 1973 þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir.

Ljóðið er eftir séra Einar Sigurðsson frá Eydölum (1538-1626) sem var helsta trúarskáld sinnar tíðar. Hann kvað gjarnan trúarleg kvæði undir vikivakaháttum og er eitt þeirra „Nóttin var sú ágæt ein“ sem upphaflega bar heitið „Kvæði af stallinum Kristí sem kallast Vöggukvæði“. Það birtist fyrst í Einni nýrri vísnabók sem Guðbrandur Þorláksson biskup gaf út árið 1612 og má skoða bókina og kvæðið á vefnum bækur.is: 

Vísnabók Guðbrands var gefin út með inngangi og skýringum árið 2000. Kvæðið birtist í Sálmabók árið 1945 og er þar auðkennt með upphafslínunni „Nóttin var sú ágæt ein“. Í heild er kvæðið 28 erindi auk viðlags en í Sálmabókinni eru valin 7 vers úr kvæðinu til að mynda sálminn en þá var komið fram lag við kvæðið eftir Sigvalda Kaldalóns (1881-1946) sem hann hafði samið nokkrum árum áður og kom út í nótnahefti í ársbyrjun 1941 undir heitinu „Jólakvæði“. Nótnaheftið er varðveitt á safninu og er nú  á sýningu um Sigvalda Kaldalóns.

Þuríður Pálsdóttir söng jólasálminn „Nóttin var sú ágæt ein“ inn á hljómplötu 1958. Páll Ísólfsson, faðir Þuríðar, lék undir á orgel og auk hans lék Björn Ólafsson á fiðlu. Platan ber heitið Jólasálmar Christmas Carols og var gefin út af Fálkanum / Parlophone. Fjöldi laga eftir Sigvalda Kaldalóns hefur nú verið færður á stafrænt form og er aðgengilegur á Hljóðsafni Landsbókasafns. Hér má hlýða á Þuríði Pálsdóttur syngja „Nóttin var sú ágæt ein“: http://hljodsafn.landsbokasafn.is/audioFileDisplay/33405

Fyrri kjörgripir


Dánarósk Hólmfríðar Benediktsdóttur
200 ára | 1818-2018

Dánarósk Hólmfríðar Benediktsdóttur

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Elsa Sigfúss
200 ára | 1818-2018

Elsa Sigfúss

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Om jordbranden paa Island i aaret 1783
200 ára | 1818-2018

Om jordbranden paa Island i aaret 1783

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Jóhann Sigurjónsson: Fjalla-Eyvindur
200 ára | 1818-2018

Jóhann Sigurjónsson: Fjalla-Eyvindur

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Netspjall