200 ár frá stofnun Landsbókasafns

02.01.2018

Árið 2018 fagnar Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn því að 200 ár eru liðin frá stofnun þess. Af því tilefni stendur safnið fyrir hádegisfyrirlestraröð þar sem fjallað verður um sögu og hlutverk þess í víðu samhengi. Meðal fyrirlesara verða fyrrverandi og núverandi starfsmenn safnsins, rithöfundar, arkitektar, fræðimenn, myndlistarfólk og fleiri góðir gestir. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, opnar fyrirlestraröðina þann 11. janúar með erindi sem ber yfirskriftina „Skjöl skapa þjóð. Landsbókasafnið og mótun minninga í aldir tvær.“

Verið öll hjartanlega velkomin.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall