Tímanna safn 1818 – 2018. Erindi forseta Íslands 11. janúar

05.01.2018


Árið 2018 fagnar Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn því að 200 ár eru liðin frá stofnun þess. Af því tilefni stendur safnið fyrir hádegisfyrirlestraröð þar sem fjallað verður um sögu og hlutverk safnsins.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, opnaði fyrirlestraröðina með erindinu „Skjöl skapa þjóð. Landsbókasafnið og mótun minninga í aldir tvær“ í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu þann 11. janúar síðastliðinn.

Í útdrætti erindisins segir:

„Engin er þjóðin án sögu. Engin er sagan án heimilda. Þær eru festar í minni fólks, skráðar á skinn eða blað. Í þessu erindi verður fjallað um Íslendinga, hvernig þeir sköpuðu sér sögu og urðu þjóð meðal þjóða, og hvernig því verki vindur fram í straumum alþjóðavæðingar og erlendra áhrifa nú á dögum. Um leið verður skyggnst um sali Landsbókasafnsins, afmæli þess minnst og áréttað mikilvægi hins ritaða máls fyrir samfélag á framfarabraut.“

Sjá myndband frá fyrirlestrinum á YouTube-rás safnsins.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall