Lýðveldishátíðin 1994 markaði á vissan hátt kaflaskil í útgáfusögu Smekkleysu. Bragi Ólafsson fékk Eduardo Perez Baca til að taka ljósmyndir í póstkortaseríu í tilefni af lýðveldisafmælinu. Þeir Óttarr Proppé og S. Björn Blöndal úr hljómsveitinni Ham voru valdir sem fyrirsætur ásamt Möggu Stínu úr Risaeðlunni. Úr varð sextán korta sería sem vakti verðskuldaða athygli en seldist þó ekki í samræmi við það. Undir haustið var svo ákveðið að láta slag standa og framleiða jólakort. Robert Guillemette tók ljósmyndirnar að þessu sinni og Jón Gnarr bættist við í þann hóp sem hafði setið fyrir á lýðveldisafmæliskortunum. Jólakveðjurnar í kortunum voru á átta tungumálum. En þrátt fyrir að bæði póstkortin og jólakortin hafi selst dræmt á sínum tíma hafa þau öðlast sígildan sess á sviði kortaútgáfu á Íslandi og eru til vitnis um ómetanlegt framlag Smekkleysu til íslenskrar menningar og landkynningar. Á því korti sem er kjörgripur safnsins að þessu sinni má sjá ljósmynd Eduardo Perez Baca af dæmigerðu bókasafni Íslendings undir lok 20. aldar. Sýning á veggspjöldum, póstkortum og ýmsu útgáfuefni frá Smekkleysu stendur nú yfir í safninu.

Fyrri kjörgripir


Dánarósk Hólmfríðar Benediktsdóttur
200 ára | 1818-2018

Dánarósk Hólmfríðar Benediktsdóttur

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Elsa Sigfúss
200 ára | 1818-2018

Elsa Sigfúss

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Om jordbranden paa Island i aaret 1783
200 ára | 1818-2018

Om jordbranden paa Island i aaret 1783

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Jóhann Sigurjónsson: Fjalla-Eyvindur
200 ára | 1818-2018

Jóhann Sigurjónsson: Fjalla-Eyvindur

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Netspjall