Félag um átjándu aldar fræði - málþing um Goethe

23.02.2018

Johann Wolfgang von Goethe (1749–1832)

– stórskáld og vísindamaður

 

Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing, sem halda átti 10. febrúar, en fresta þurfti vegna slæmrar veðurspár fyrir þann dag, undir yfirskriftinni

 

Johann Wolfgang von Goethe (1749–1832) – stórskáld og vísindamaður

 

í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð,

laugardaginn 24. febrúar 2018.

 

Málþingið hefst kl. 13:30 og því lýkur eigi síðar en kl. 16:15.

 

Flutt verða fjögur erindi sem hér segir:

 

Viðtökur skáldverka Goethes fram til loka 19. aldar

Gísli Magnússon, dósent í dönsku við Háskóla Íslands

 

Þýðingar Íslendinga á skáldverkum Goethes

Gauti Kristmannsson, prófessor í þýðingafræði við Háskóla Íslands

 

KAFFIHLÉ

 

Um grasafræði Goethes, einfaldleika plantna og fagurfræði í vísindum

Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands

 

Litróf tilfinninganna. Nokkur orð um litafræði Goethes

Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur

 

Fundarstjóri: Ingi Sigurðsson, prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands 

 

Flutningur hvers erindis tekur um 20 mínútur.

Um 10 mínútur gefast til fyrirspurna og umræðna að loknu hverju erindi.

 

Í hléi verða veitingar á boðstólum fyrir framan fyrirlestrasalinn.

Útdrættir úr erindum liggja frammi á málþinginu.

Þeir verða síðar aðgengilegir á heimasíðu félagsins, http://fraedi.is/18.oldin/

 


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall