Reykjavík árið 1918: sjónarhorn persónulegra heimilda

07.03.2018

Á Hugvísindaþingi á laugardag mun starfsfólk handritasafns og Kvennasögusafns segja frá heimildunum sem eru nýttar í tengslum við verkefnið „R1918.“ Verkefnið, sem unnið er í samstarfi við Listahátíð og RÚV, felst einkum í upplestri á heimildum á borð við dagbækur og sendibréf frá árinu 1918 sem varðveittar eru á Landsbókasafni (handritasafni og Kvennasögusafni) þar sem lífinu í Reykjavík árið 1918 er lýst. Þessir upplestrar eru fluttir á Rás 1 á hverjum degi kl. 12:03 og eru á dagskrá fram í júní. Sjá heimasíðu þeirra hér: http://www.ruv.is/thaettir/r1918

Erla Dóris Halldórsdóttir sagnfræðingur verður fundarstjóri og auk starfsmanna Lbs-Hbs mun Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur verða með inngangserindi.

Reykjavík árið 1918: sjónarhorn persónulegra heimilda

- Gunnar Þór Bjarnason: 1918 í ljósi sögunnar

- Guðrún Laufey Guðmundsdóttir: „Við vorum að elda graut ...“ Daglegt líf Grafarholtsfjölskyldunnar árið 1918

- Rakel Adolphsdóttir: „Dýrleif hafði svo sterka þrá til að sigla að jeg gat ekki talið hana af því.“ Dýrleif Árnadóttir nýstúdent á tímamótum 1918

HLÉ

- Halldóra Kristinsdóttir: „Aðrir geta hvorki haft gagn né gaman af að lesa það.“ Dagbók Hannesar Thorsteinsson 1918

- Gunnar Marel Hinriksson: „ ... þettað ómerkilega bréf sem ég bið þig að fyrirgefa.“ Um skjölin á bak við raddirnar í R1918

- Bragi Þorgrímur Ólafsson: Neyðarhjálp í Reykjavík í Spænsku veikinni 1918

Málstofan fer fram á laugardaginn (10. mars) milli kl. 13-16:30 í aðalbyggingu Háskólans, stofu 052.

Sjá dagskrá málstofunnar á heimasíðu hugvísindaþings: http://hugvisindathing.hi.is/malstofur/reykjavik-arid-1918-sjonarhorn-personulegra-heimilda/

 


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall