Tímanna safn - opnun sýningar í tilefni 200 ára afmælis safnsins

20.04.2018

Á síðasta vetrardag, þann 18. apríl, var opnuð stór sýning um sögu safnsins í 200 ár sem ber heitið Tímanna safn. Á sýningunni er stiklað á stóru í helstu áföngum í sögu safnsins, allt frá hugmynd til þróunar safnsins á hinum ýmsu stöðum eins og Dómkirkjuloftinu, í Alþingishúsinu, Lærða skólanum og Safnahúsinu til sameiningar við Háskólabókasafnið í Þjóðarbókhlöðu.

Við opnun sýningarinnar flutti Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ávarp og Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður sagði frá áföngum í sögu safnsins og dagskrá afmælisársins. Börn úr Tónskóla Sigursveins fluttu tónlist og verðlaunahafar úr Stóru upplestrarkeppninni 2018 lásu upp ljóð.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall