Tímanna safn

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Þann 18. apríl 2018 var opnuð stór sýning um sögu safnsins í 200 ár sem ber heitið Tímanna safn. Á sýningunni er stiklað á stóru í helstu áföngum í sögu safnsins, allt frá hugmynd til þróunar safnsins á hinum ýmsu stöðum eins og Dómkirkjuloftinu, í Alþingishúsinu, Lærða skólanum og Safnahúsinu til sameiningar við Háskólabókasafnið í Þjóðarbókhlöðu.

Upphaf safnsins má rekja til þess að þann 30. mars 1818 var kynnt í stjórn Hafnardeildar Hins íslenska bókmenntafélags, sem stofnað hafði verið tveimur árum fyrr, bréf frá danska fornfræðingnum og liðsforingjanum Carli Christiani Rafn sem fól í sér tillögu um að stofnuð skyldi nefnd til að „yfirvega, hvörnig alment bókasafn verði bezt stiftað á Íslandi“ ásamt boði um bókagjöf. Bjarni Thorsteinsson forseti deildarinnar þakkaði Rafni frumkvæðið, skrifaði Reykjavíkurdeild félagsins og fól henni að ræða við stiftsyfirvöld. Svar barst 28. ágúst með bréfi Geirs Vídalín biskups til Árna Helgasonar dómkirkjuprests og forseta Reykjavíkurdeildarinnar þar sem hann segist munu biðja kansellíið um fjárstyrk fyrir húsnæði á dómkirkjuloftinu fyrir bækurnar. Þessi dagur, 28. ágúst 1818, er talinn stofndagur Stiftsbókasafnsins, eins og Landsbókasafnið hét fyrstu áratugina. Rafn kom aldrei til Íslands og heimsótti því aldrei safnið sem hann fóstraði af alúð í áratugi.

Jón Árnason, sem þekktastur er fyrir þjóðsagnasöfnun sína, var ráðinn sem fyrsti bókavörður við Landsbókasafnið árið 1848 og gegndi því starfi þar til hann fór á eftirlaun árið 1887. Safnið var á dómkirkjuloftinu til 1881 þegar það var flutt í hið nýreista Alþingishús og hlaut þá nafnið Landsbókasafn Íslands. Landsbókasafnið fluttist svo í nýbyggt Safnahús við Hverfisgötu 1909 og var þar í sambýli við önnur söfn lengst af, til 1994 þegar flutt var í Þjóðarbókhlöðuna ásamt Háskólabókasafninu.

Sýningunni lýkur 25 mars 2019.

Sýningarskrá (pdf)

Tímanna safn

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Michel Butor og vinir

Michel Butor og vinir

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Þýðingar á íslenskum bókmenntum

Þýðingar á íslenskum bókmenntum

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Jón Múli Árnason – 100 ára minning

Jón Múli Árnason – 100 ára minning

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Safn bóka Thors Vilhjálmssonar

Safn bóka Thors Vilhjálmssonar

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall