Tilnefningar til Maístjörnunnar

25.04.2018

Ásamt Rithöfundasambandi Íslands stendur safnið að veitingu ljóðaverðlaunanna Maístjörnunnar. Tilnefningar til verðlaunanna vegna ljóðabókar útgefinnar 2017 voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi þann 24. apríl.

Tilnefnd eru:

Bergþóra Snæbjörnsdóttir – Flórída (Benedikt bókaútgáfa)

Elísabet Kristín Jökulsdóttir – Dauðinn í veiðarfæraskúrnum (Viti menn)

Eydís Blöndal – Án tillits (Eydís Blöndal)

Jónas Reynir Gunnarsson – Stór olíuskip (Partus)

Kristín Ómarsdóttir – Kóngulær í sýningargluggum (JPV útgáfa)

Tilnefndar bækur eru allar til sýnis í safninu.

Gjaldgengar voru allar útgefnar íslenskar ljóðabækur ársins 2017 sem skilað var til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og fékk dómnefnd þær til umfjöllunar. Dómnefnd skipa Magnea J. Matthíasdóttir  fyrir hönd Rithöfundasambandsins og Rannver H. Hannesson fyrir hönd Landsbókasafnsins.

Verðlaunin verða veitt við athöfn í Þjóðarbókhlöðunni 18. maí, á degi ljóðsins.

Maístjarnan er einu verðlaun á Íslandi sem veitt eru eingöngu fyrir útgefna íslenska ljóðabók. Verðlaununum er ætlað að hvetja skáld til að yrkja og koma ljóðum sínum í útgáfu.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall