Bókagjöf – Ole Lokensgard

08.05.2018

Mánudaginn 7. maí heimsótti Ole Lokensgard Lbs-Hbs  og færði safninu að gjöf handgerða bók með ljóðum sínum og myndum. Bókin er gerð í 100 eintökum með 17 vatnslitamyndum. Faðir Ole, Dr Paul Holbrook, var sendikennari í amerískum bókmenntum við Háskóla Íslands 1957-58.  Þá var Ole 12 ára og gekk í Austurbæjarskóla. Bókina gefur hann safninu í minningu föður síns. Skólafélagar hans úr Austurbæjarskólanum komu með honum á safnið.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall