Kveisustrengur

Sýning í Safnahúsi

07.06.2018 - 01.06.2019

Kveisustrengurinn er líklega hinn eini sinnar tegundar sem varðveist hefur á Íslandi. Um er að ræða skinnlengju með lesningu eða bæn gegn kveisu eða gigt og er talið að slík bænablöð hafi verið nokkuð algeng á sínum tíma, en þau voru gerð upptæk eða brennd í galdraofsóknunum á 17. öld. Lengjan var notuð sem verndargripur og var oftast bundin utan um sjúklinginn. Þessi strengur varðveittist í Biskupsskjalasafni og leyndist þar innan um fornbréf Hólastóls á skinni. Strengurinn er líklega frá um 1600. Fyrstu orðin á íslensku eru þessi: „Í nafni föður, [sonar] og anda heilags særi ég af þeim [...] Guðs [...] á sér allar kveisu meinsemdir. Ég særi hér allt hið vonda til að flýja, að dofna, að dvína, ég mana, ég særi, ég deyfi, ég stefni öllum vondum hlutum hvort þeir eru úr jörðu eða af lofti úr skýjum eður af dufti jarðar eður álfa eður ofan [...] eður af hverjum djöfuls díkjum sem til kunna að koma ...“ Kveisustrengurinn er á sýningu í Safnahúsinu frá 7. Júní 2018-2. Júní 2019.

Bæklingur

Kveisustrenginn má skoða á handrit.is

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar

Ingólfur Guðbrandsson

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Paradísarheimt 60/40

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Vögguvísa verður til

Vögguvísa verður til

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Íslenskar myndasögur

Íslenskar myndasögur

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall