Bókagjöf Sigrúnar Júlíusdóttur

20.06.2018

Sigrún Júlíusdóttir fyrrum prófessor við HÍ og formaður stjórnar Rannsóknaseturs í barna og fjölskylduvernd afhenti Lbs-Hbs stóran hluta af bókasafni sínu þann 14. júní s.l. Um er að ræða sérfræðisafn á sviði félagsráðgjafar og endurspeglar fjölbreytt viðfangsefni greinarinnar. Auk þess er úrval bóka eftir helstu höfunda á sviði félagsvísinda. Einnig er mikið af nýlegum og klassískum ritum, bæði úr hinum enskumælandi heimi, en einnig norrænt efni, sérstaklega með Íslandstengingu. Og síðan íslenskt jaðarefni (bæklingar, skýrslur o.fl.) sem ekki var til á safninu.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall