Alþjóðlegur sumarskóli í handritafræðum 1.-10. ágúst 2018

07.08.2018

Í síðustu viku heimsóttu Þjóðarbókhlöðuna nokkrir nemendahópar úr sumarskóla í handritafræðum sem Árnastofnun, Árnasafn í Kaupmannahöfn, Háskóli Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn standa að. Nemendurnir fengu inngangskynningu á handritasafni Landsbókasafns, um handrit síðari alda, tónlist í handritum og um þátt kvenna í handritum. Þá fengu þeir að skoða vel valin handrit úr handritasafninu. Loks leystu nemendurnir hópverkefni á lessal 1. hæðar. Kennarar frá Lbs-Hbs voru Bragi Þorgrímur Ólafsson, Guðrún Laufey Guðmundsdóttir, Halldóra Kristinsdóttir og Hildur Ploder. Alls er hópurinn í ár um 70 nemendur frá fjölmörgum löndum. Skólinn stendur yfir frá 1.-10. ágúst 2018.

Sjá nánar frétt Mbl.is


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall