Mínerva - sveitablað til skemmtunar og fróðleiks. Guðrún Lárusdóttir gaf út og ritstýrði.

Guðrún Lárusdóttir (8. janúar 1880 - 20. ágúst 1938) var fædd á Valþjófsstað í Fljótsdal. Hún ólst síðar upp á Kollaleiru í Reyðarfirði og frá 19 ára aldri bjó hún í Reykjavík. Guðrún var rithöfundur, alþingismaður, bæjarfulltrúi, fátækrafulltrúi og virk í mörgum félögum. Hún giftist Sigurbirni Ástvaldi Gíslasyni og saman áttu þau tíu börn. Þau bjuggu í Ási sem í dag er Sólvallagata 23.
Guðrún drukknaði ásamt tveimur dætrum sínum í bílslysi í Tungufljóti í Biskupstungum.

Guðrún Lárusdóttir hneigðist fljótt til ritstarfa og um fermingu tók hún að gefa út handskrifað blað sem gekk á milli bæjanna í sveitinni og hún kallaði Mínervu eftir menntagyðju Rómverja. Fyrsta tölublaðið kom út 1895 þegar hún var 15 ára, 2-3 eintök í hvert skipti. Guðrún hætti útgáfunni 1899 þegar hún flutti til Reykjavíkur. Efnið í blaðið ýmist samdi hún eða þýddi, gjarnan greinar um meðal annars náttúru og dýralíf.

Varðveist hafa þrjú eintök af Mínervu í handritasafni Landsbókasafns Íslands –Háskólabókasafns (Lbs 174 NF).

Í rannsókn Hrafnkels Lárussonar á íslenskum sveitablöðum um aldamótin 1900 kemur fram að af varðveittum blöðum í Múlasýslum hafi aðeins tvö verið gefin út fyrir aldamótin 1900 – annað þeirra er Mínerva. Af öllum þeim blöðum um allt land sem rannsóknin náði til var bara í einu tilfelli kona sem stóð að útgáfunni og ritstýrði blaði. Það var Guðrún með Mínervu og það er eina blaðið sem ber kvenmannsnafn.

Fyrri kjörgripir


Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund
200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Skjalasafn Hringsins
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Ein ný sálmabók 1589
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall