Örsýning með frummyndum og bókverkum í Safnahúsi opin til mánudags 27. ágúst nk.

14.08.2018

Meðal viðburða á Menningarnótt þann 18. ágúst 2018 var örsýningin Frummynd/fjölfeldi í Safnahúsinu, Hverfisgötu 15. 
Sýningin sem er með frummyndum og bókverkum eftir myndlistarmennina Höllu Birgisdóttur, Ólöfu Björk Ingólfsdóttur og Steinunni Önnudóttur verður opin til mánudags 27. ágúst nk.

Viðburðurinn er sá fyrsti í viðburðadagskrá Sjónbókaútgáfunnar In volumes í Lestrarsal Safnahússins veturinn 2018-19. Listamannabókum og bókverkum verður hampað og ný eða lítið þekkt verk dregin fram í dagsljósið. 

Viðburðurinn er unninn i samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands, bókaútgáfuna Rasspotín og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn í tilefni sérsýningar þess; Bókverk, sem stendur yfir í Safnahúsinu.

Sjá vef Menningarnætur
Sjá viðburð á Facebook


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall