Minningarganga í tengslum við sýningu um Guðrúnu Lárusdóttur 27. ágúst

24.08.2018

Minningarganga í tengslum við sýningu um Guðrúnu Lárusdóttur í Þjóðarbókhlöðunni „En tíminn skundaði burt...“ verður farin mánudaginn 27. ágúst kl. 16 – á útfarardegi Guðrúnar Lárusdóttur og dætra hennar tveggja Guðrúnar Valgerðar og Sigrúnar Kristínar sem létust með henni. 
Gangan hefst kl. 16 við Ás, Sólvallagötu 23 í Reykjavík. Málfríður Finnbogadóttir leiðir gönguna. Farin verður sama leið og líkfylgdin fór fyrir 80 árum – austur Sólvallagötu að Hólatorgi, norður Garðastræti, niður Túngötu og Kirkjustrætið, framhjá Alþingishúsinu og staldrað við í Dómkirkjunni. Síðan farin saman leið til baka að Hólavallakirkjugarði, farið að leiðinu og lagður blómsveigur. Gangan endar í Þjóðarbókhlöðunni á sýningunni „En tíminn skundaði burt...“ 
Vegna þess að fá bílastæði eru nálægt Ási, leggjum við til að þau sem ætla í gönguna, leggi flest bílum sínum við Þjóðarbókhlöðuna og sammælist um að fara svo þaðan í fáum bílum að Ási.

Á myndinni má sjá afkomendur Guðrúnar ásamt Málfríði Finnbogadóttur við afhjúpun minnisvarða um Guðrúnu við Tungufljót á dánardægri hennar.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall