Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn 200 ára 28. ágúst

29.08.2018

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn er 200 ára um þessar mundir, en opinber afmælisdagur er talinn 28. ágúst. Safnið er því ein af elstu stofnunum landsins. Haldið er upp á afmælið allt árið og stendur safnið fyrir margvíslegum viðburðum, auk þess að taka þátt í viðburðum vegna 100 ára afmælis fullveldis Íslands.

Á afmælisdaginn var almenningi sérstaklega boðið að koma og skoða safnið og húsakynni þess þar sem Örn Hrafnkelsson og Gunnar Marel Hinriksson voru með leiðsögn um sýninguna Tímanna safn sem fjallar um sögu safnsins. Einnig voru sýndar kvikmyndir í fyrirlestrasalnum, annars vegar um Landsbókasafnið við Hverfisgötu sem Sjónvarpið gerði 1968 og hins vegar um Háskólabókasafnið fyrir flutning í Þjóðarbókhlöðu 1994.

Í tilefni 200 ára afmælisdagsins voru viðtöl í sjónvarpsfréttum RÚV við Ingibjörgu Steinunni Sverissdóttur landsbókavörðu, sjá viðtal og Braga Þorgrím Ólafsson fagstjóra handritasafns, sjá viðtal og í Fréttablaðinu birtist viðtal við Örn Hrafnkelsson sviðsstjóra varðveislusviðs, sjá viðtal.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall