Frímerki með mynd af Þjóðarbókhlöðunni

11.09.2018

Þann 15. febrúar s.l. gaf Íslandspóstur út frímerki með mynd af Þjóðarbókhlöðunni í tilefni af 200 ára afmæli Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Hönnuður merkisins er Tryggvi T. Tryggvason grafískur hönnuður. Hægt er að kaupa fyrstadagsumslög og sjálflímandi arkir í öllum póstútibúum. Stakt frímerki kostar 180 kr. og dugar fyrir 50 grömm. Sjá nánar á vef Íslandspósts.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall