Málþing í minningu Halldórs Hermannssonar bókavarðar Fiskesafns í Þjóðarbókhlöðu 11.-12. október 2018

04.10.2018

BÓKFRÆÐI - NORRÆN FRÆÐI - MENNING
Málþing í minningu Halldórs Hermannssonar bókavarðar Fiskesafns við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum verður haldið í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu 11.-12. október næstkomandi. Málþingið er haldið í tilefni 200 ára afmælis Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns í samstarfi við The Fiske Icelandic Collection við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og sendiráð Bandaríkjanna.

Halldór var einn af okkar helstu og afkastamestu bókfræðingum. Skrá hans um rit Fiskesafns var notuð sem bókaskrá margra íslenskra safna og ritaskrár hans sem birtust í Islandica ritröðinni eru grundvallarrit í rannsóknum í norrænum fræðum.

Dagskrá málþingsins

Málþingið á Facebook

Upptaka af málþinginu


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall