„Hlíðin mín fríða“ – Sigurður Skagfield

Sigurður Skagfield tenór fæddist að Litlu-Seylu í Skagafjarðarsýslu 29. júní 1895. Sigurður stundaði söngnám í Kaupmannahöfn og einnig í Dresden og víðar í Þýskalandi. Hann fór söngför um Norðurlönd og var um skeið söngvari við óperuhúsið í Oldenburg. Sigurður dvaldist nokkur ár í Bandaríkjunum og hélt þar söngskemmtanir við góðan orðstír. Hann hélt einnig söngskemmtanir í Reykjavík, á Akureyri og víðar um landið. Sigurður Skagfield lést 21. sept. 1956.

Árið 1926 hljóðritaði Sigurður lögin „Hlíðin mín fríða“ og „Skagafjörður“ inn á 78 snúninga hljómplötu í Hamborg. Polyphon gaf út. Helge Bonnén lék undir á flygil. Lagið er eftir Friedrich Ferdinand Flemming (1778-1813) og ljóðið eftir Jón Thoroddsen (1818-1868). Sigurjón Samúelsson plötusafnari á Hrafnabjörgum hélt mikið upp á Sigurð Skagfield og er þessi útgáfa nú á sýningu á hljómplötusafni Sigurjóns í Þjóðarbókhlöðunni. Hljóðritunin hefur verið færð á stafrænt form og er aðgengileg í Hljóðsafni.

Fyrri kjörgripir


Koparstunga í Nýársgjöf handa börnum 1841
200 ára | 1818-2018

Koparstunga í Nýársgjöf handa börnum 1841

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Þjóðleikhúsið 70 ára
200 ára | 1818-2018

Þjóðleikhúsið 70 ára

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Íslensk-dönsk orðabók
200 ára | 1818-2018

Íslensk-dönsk orðabók

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Prentmyndasafn Ólafs Hvanndal í handritasafni
200 ára | 1818-2018

Prentmyndasafn Ólafs Hvanndal í handritasafni

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall