Plötusafn Sigurjóns Samúelssonar

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

07.02.2019 - 01.09.2019

Sigurjón Samúelsson á Hrafnabjörgum við Ísafjarðardjúp hóf um 1950 að safna hljómplötum, fyrst íslenskum söngplötum og harmonikuplötum sem sumar voru frá því skömmu eftir aldamót og að sjálfsögðu 78 snúninga. 
Plöturnar keypti hann á fornsölum í Reykjavík, t.d. á Grettisgötunni og í kjallara Fálkans meðan það var hægt, og víðar. Fornsölur voru Sigurjóni talsverð búbót í gegnum árin og kynni af öðrum söfnurum leiddu jafnframt til plötuskipta. 
Þegar Sigurjón var eitt sinn inntur eftir því hvert rekja mætti áhugamálið, svaraði hann því til að grammófónn hafi verið til á bænum á æskuárum sínum þó að útvarp kæmi ekki í sveitina fyrr en árið 1944. Nokkrar plötur voru til, m.a. með söngvurunum Sigurði Skagfield og Hreini Pálssyni og harmonikusnillingunum Gellin og Borgström, sem voru í miklu uppáhaldi hjá safnaranum. Plötur Sigurjóns voru orðnar yfir 7000 talsins, flestallar heillegar og vel með farnar. Sigurjón safnaði lögum af 78 snúninga plötunum sínum yfir á geisladiska og gaf út í takmörkuðu upplagi. Auk hljómplatnanna átti Sigurjón úrval af hljómflutningstækjum, allt frá gömlum grammófónum upp í nútíma tæki.
Ósk Sigurjóns var að væri að plöturnar yrðu varðveittar á safni þar sem almenningur gæti haft not af þeim. Plötusafn Sigurjóns verður framvegis varðveitt í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Af því tilefni var opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðu þann 6. febrúar þar sem sonur Sigurjóns, Samúel Sigurjónsson, afhenti Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni formlega safn föður síns.

Sýningin stendur til 1. september.

Sýningarskrá (PDF)

Viðtal við Sigurjón Samúelsson frá 2011

Sýningarspjöld

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Louisa Matthíasdóttir – aldarminning

Louisa Matthíasdóttir – aldarminning

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Fortíðarraddir

Fortíðarraddir

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Vögguvísa verður til

Vögguvísa verður til

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Erlend handrit  úr bókasafni Willards Fiske

Erlend handrit úr bókasafni Willards Fiske

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall