Prentverkstæði og bókverkasmiðja í Safnahúsinu á Safnanótt

08.02.2019

Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn tekur þátt í Safnanótt í kvöld á Vetrarhátíð í samstarfi við Safnahúsið og Þjóðminjasafnið kl. 18-22. Hið færanlega prentverkstæði Prent & vinir, verður í gamla lestrarsalnum í Safnahúsinu.
Gestir geta prentað eigið bókverk á staðnum. Til að fá innblástur má sérsýninguna Bókverk á þriðju hæð Safnahússins. Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn sýnir þar ýmis áhugaverð dæmi úr safneign sinni, um skapandi prentverk, bókband og tilraunir með form bókarinnar. Á verkstæðinu í lestrarsal er svo hægt að blaða í listrænum bókum og fá frekari hugmyndir. Öll aðstaða, efni og verkfæri til prentsköpunar á staðnum. Myndlistarmennirnir Leifur Ýmir Eyjólfsson og Sigurður Atli Sigurðsson leiðbeina um mismunandi tækni og aðferðir, en þeir reka prentverkstæðið Prent & vinir.

Bækur á bakvið verða með ör-verslun í anddyri Safnahússins á Safnanótt milli 18-22.
Bækur á bakvið er bókarými í Reykjavík með áherslu á innlendar og erlendar listabækur og bókverk frá sjálfstæðum og sjaldséðum útgefendum. Markmið búðarinnar er að auka sýnileika á verkum hönnuða og myndlistarmanna sem eru gefin út í litlu upplagi, sjálfstætt eða af smærri forlögum, en þar fást m.a. nokkrar bækur sem eru til sýnis á sýningunni Bókverk í Safnahúsinu.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall