Kristín Svava Tómasdóttir hlýtur viðurkenningu Hagþenkis 2018

07.03.2019

Viðurkenning Hagþenkis var veitt þann 6. mars í Þjóðarbókhlöðunni við hátíðlega athöfn en hana hlaut Kristín Svava Tómasdóttir fyrir ritið Stund klámsins. Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar sem Sögufélag gaf út.

Í ályktunarorðum Viðurkenningaráðsins sagði um ritið: „Brautryðjandaverk um sögu kláms og kynverundar á Íslandi sem byggir á afhjúpandi rannsóknum á vandmeðförnu efni.“

Jón Yngi Jóhannsson formaður Hagþenkis veitti viðurkenninguna sem felst í árituðu skjali og 1.250.000 kr. Tónlist fluttu Tómas R. Einarsson og Sigríður Thorlacius, meðal annars við ljóð Kristínar Svövu Tómasdóttur. Af þessu tilefni hefur verið sett upp lítil sýning í Þjóðarbókhlöðu þar sem sjá má bókina og ýmis gögn sem tengjast gerð hennar.

                                                          


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall