Leikminjasafn flytur í Þjóðarbókhlöðu og Þjóðminjasafn

11.03.2019

Í tilefni af flutningi Leikminjasafns Íslands í Þjóðarbókhlöðu og Þjóðminjasafn var efnt til móttöku í Þjóðarbókhlöðu föstudaginn 8. mars þar sem farið var yfir sögu Leikminjasafnsins og hvernig vinnu við safnkostinn er háttað í dag og hvernig fólk sér fyrir sér næstu skref. Erindi fluttu Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður, Margrét Hallgrímsdóttir og Lilja Árnadóttir frá Þjóðminjasafni Íslands, Ólafur J. Engilbertsson, Marín Árnadóttir, Halldóra Kristinsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir formaður stjórnar Leikminjasafnsins.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall