Prentlist Sigmundar Guðmundssonar

Sigmundur Guðmundsson prentlistamaður var fæddur 18. október 1853 í Ólafsdal í Dalasýslu. Sigmundur átti hann mikinn þátt í þeim endurbótum sem urðu á prentiðn hér á landi fyrir aldamótin 1900. Hann var talinn listfengasti og smekkvísasti prentari landsins á þeim tíma.

Árið 1871 hóf Sigmundur prentnám hjá Einari Þórðarsyni prentara í Landsprentsmiðjunni í Reykjavík.  Haustið 1876 var Sigmundur sendur til Kaupmannahafnar til að kaupa tæki og letur fyrir nýstofnaða Ísafoldarprentsmiðju og þar var hann síðan yfirprentari í tæpan áratug. Seinna vann Sigmundur fyrir Félagsprentsmiðjuna meðfram störfum sínum sem umboðsmaður Vesturfara.  Vorið 1883 útvegaði Sigmundur sér pressu í Skotlandi og letur fyrir Prentsmiðju Sigmundar Guðmundssonar sem hann rak með fjölskyldu sinni næstu árin. Val hans á leturtegundum og prentskrauti (ornamentum) var rómað og hafði hann hæðarprentun (letterpress) í hávegum. Sigfús Eymundsson bókaútgefandi keypti prentsmiðju Sigmundar þegar hann hvarf til Ameríku í um eitt ár við störf sín sem umboðsmaður Vesturfara. Eftir heimkomuna gekk Sigmundur aftur í þjónustu Ísafoldarprentsmiðjunnar að hluta. Árið 1896 var Sigmundur enn í ráðum við að útvega nýja hraðpressu fyrir Ísafoldarprentsmiðju og steinolíugangvél til að hreyfa hana í stað handafls, fyrstu vél þeirrar gerðar sem kom hingað til lands. Talið er að vinna hans við steinolíuvélina hafi haft áhrif á banamein hans en Sigmundur lést úr lungnatæringu árið 1898. Á sýningu í Þjóðarbókhlöðu má sjá frá 9. apríl sýnishorn af prentlist Sigmundar sem Unnar Örn og Goddur hafa tekið saman.

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall