Að vera kjur eða fara burt?

02.05.2019

Á fæðingardegi Halldórs Laxness þann 23. apríl, var sýningin Að vera kjur eða fara burt? opnuð. Tilefnið er aldarafmæli Barns náttúrunnar, fyrstu skáldsögu Halldórs.

Sýningin er samstarfsverkefni Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, Gljúfrasteins, Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO og Forlagsins. Safnaráð og Vinafélag Gljúfrasteins styrkja verkefnið.

Fjöldi fólks sótti opnunina. Ávörp fluttu auk landsbókavarðar, Pétur Gunnarsson rithöfundur, Unnur Guðjónsdóttir, sem afhenti hljóðupptökur með viðtali við Laxness, Haukur Ingvarsson höfundur sýningarinnar og Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra sem opnaði sýninguna. Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir söng nokkur lög við ljóð Laxness og lék undir á gítar.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall