Tilnefningar til Maístjörnunnar

03.05.2019

Tilnefningar til Maístjörnunnar vegna ljóðabókar útgefinnar 2018 voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi 29. apríl 2019.

Tilnefndir eru:
Ásdís Ingólfsdóttir – Ódauðleg brjóst (Partus)
Eva Rún Snorradóttir – Fræ sem frjóvga myrkrið (Benedikt bókaútgáfa)
Gerður Kristný – Sálumessa (Mál og menning)
Haukur Ingvarsson – Vistarverur (Mál og menning)
Linda Vilhjálmsdóttir – Smáa letrið (Mál og menning)
Sigfús Bjartmarsson – Homo economicus I (MTH útgáfa)

Tilnefndar bækur eru allar til sýnis í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar.

Gjaldgengar voru allar útgefnar íslenskar ljóðabækur ársins 2018 sem skilað var til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og fékk dómnefnd þær til umfjöllunar. Dómnefnd skipa Sveinn Yngvi Egilsson fyrir hönd Rithöfundasambandsins og Eva Kamilla Einarsdóttir fyrir hönd Landsbókasafns.

Verðlaunin verða veitt við athöfn í Þjóðarbókhlöðunni 20. maí n.k.. Verðlaunafé er 350 þúsund krónur. 

Maístjarnan er einu verðlaun á Íslandi sem veitt eru eingöngu fyrir útgefna íslenska ljóðabók. Verðlaununum er ætlað að hvetja skáld til að yrkja og koma ljóðum sínum í útgáfu.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall