Þann 20. maí 1919, þegar Halldór Laxness var nýorðinn 17 ára, sendi hann móður sinni bréf frá Reykjavík. Þar segir hann m.a. frá því að hann hafi verið í félagsskap skáldanna Stefáns frá Hvítadal, Jakobs Thorarensen, Einar Sæmundssonar, Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi og Guðmundar G. Hagalín. Hann biður móður sína að lofa þeim síðastnefnda að gista í eina viku í Mosfellsdal því hann vilji komast upp í sveit áður en hann fari vestur. Einnig segir Halldór frá því að fyrsta bók hans, Barn náttúrunnar, sé nú hjá Ársæli Árnasyni bókaútgefanda til yfirlestrar og að Ársæll ætli að reyna hvað hann geti til að gefa bókina út. Ef það gangi ekki ætli Halldór sjálfur að gefa hana út. Fór það svo að bókin kom út „á kostnað höfundarins“ en hún var prentuð í Félagsprentsmiðjunni og Bókaverslun Arinbjarnar Sveinbjarnarsonar annaðist dreifingu hennar. Bréf hins 17 ára Halldórs má lesa í heild sinni á sýningu sem nú stendur yfir í safninu í tilefni aldarafmælis útgáfu Barns náttúrunnar.

Lbs 200 NF. Halldór Kiljan Laxness: Skjala- og handritasafn. Bréf frá Halldóri til Sigríðar Halldórsdóttur, 20. maí 1919.

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Dánarósk Hólmfríðar Benediktsdóttur

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Elsa Sigfúss

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Om jordbranden paa Island i aaret 1783

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Jóhann Sigurjónsson: Fjalla-Eyvindur

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Netspjall