Erindi um opinn aðgang

13.05.2019

Þann 13. maí 2019 var erindið Breytingar á birtingum fræðilegra skrifa: þróun á Norðurlöndunum flutt í fyrirlestrarsal Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Erindið var um opinn aðgang og flutt af Ninu Karlstrøm á vegum NOH-HS. NOS-HS er samstarfsvettvangur í hug- og félagsvísindum á vegum fjármögnunaraðila rannsókna á Norðurlöndum. Nina Karlstrøm er yfir samninganefndinni um opinn aðgang í Noregi sem gerði nýlega svokallaðan „Publish & read samning“ við útgáfurisann Elsevier.

Upptaka frá erindinu er hér.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall