Árlegur fundur NING-hópsins í Þjóðarbókhlöðu

23.05.2019

NING-hópurinn (Nordic Information Network Gender) hittist á árlegum fundi sínum í Þjóðarbókhlöðunni 21. maí síðastliðinn. Norðurlöndin skiptast á að halda fundinn og skipulögðu Kvennasögusafn Íslands og Jafnréttisstofa fundinn í ár. Fundurinn fór síðasta fram á Íslandi árið 2011, þá einnig í Þjóðarbókhlöðunni. 

NIKK – Norræna þekkingar- og upplýsingamiðstöðin um jafnréttismál (Nordisk Information för Kunskap om Kön) hefur kallað saman fulltrúa kvennasögusafna og upplýsingastöðva á Norðurlöndum til árlegra funda frá árinu 1998 og hefur Kvennasögusafn tekið þátt síðan þá. Meðlimir í NING-hópnum eru: Jafnréttisstofa (IS), Kilden (NO), Kvennasögusafn Íslands (IS), KvinnSam (SE), KVINFO (DK), Jämställdhet - Centret för jämställdhetsinformation (FI), og Nationella sekretariatet för genusforskning (SE).

 


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall