Stofnun Vinafélags um sviðslistaarfinn

28.05.2019

Aðalfundur Leikminjasafns Íslands var haldinn í Þjóðarbókhlöðu 23. maí 2019 og var það síðasti aðalfundur safnsins. Tillaga um að safnið verði lagt niður í núverandi mynd var samþykkt á fundinum.

Jafnframt var samþykkt að safnkostur Leikminjasafnsins og hlutverk verði falið Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni og Þjóðminjasafni Íslands í samræmi við samkomulag þessara aðila dags. 8. janúar 2019.

Þegar aðalfundi hafði verið slitið var settur nýr fundur, stofnfundur Vinafélags um sviðslistaarfinn sem hafi það hlutverk að efla, auðga og styrkja starf höfuðsafnanna tveggja í þágu framtíðar söfnunar, varðveislu, rannsókna og miðlunar á sviðslistaarfi þjóðarinnar. Samþykktar voru starfsreglur Vinafélagsins og kosin stjórn. Þau sem skipa stjórnina eru Börkur Hrafn Birgisson, Lárus Vilhjálmsson og Sesselja G. Magnúsdóttir, varamaður er Ásgerður Guðrún Gunnarsdóttir.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall