Sá nýi yfirsetukvennaskóli

: eður stutt undirvísun um yfirsetukvennakúnstina

Sá nýi yfirsetukvennaskóli var gefinn út á Hólum 1749. Bókin er fyrsta kennsluritið fyrir ljósmæður sem gefið var út á íslensku og var þýdd úr dönsku af Vigfúsi Jónssyni, nafntoguðum fræðimanni og presti. Það var Halldór Brynjólfsson Hólabiskup sem hvatti til íslensku útgáfunnar. Honum fannst að ljósmæður ættu að hafa nútímalega og áreiðanlega kennslubók, því þær fengu enga formlega læknisfræðilega menntun — menntun þeirra var í höndum kirkjunnar í formi bæna- og messuhalds. Það var ekki fyrr en 1761 að landlæknir réð danska ljósmóður til að mennta þær íslensku. Sá nýi yfirsetukvennaskóli varð stöðluð námsbók undir hennar umsjón. Heimildir benda hinsvegar til þess að mörgum ljósmæðrum hafi ekki líkað bókin; að fólki þætti hún fulldjörf. Álit fólks á bókinni virðist þó hafa skánað með tímanum, enda eina bókin í ljósmóðurfræði sem til var á íslensku allt til 1789; allar virtar ljósmæður kunnu hana utan að. Útgáfa bókarinnar markaði tímamót í íslenskri heilbrigðissögu og tengist upphafi íslenskrar ljósmóðurstéttar.

Bókin er á sýningu sem stendur nú yfir í safninu um 100 ára sögu Ljósmæðrafélags Íslands:

Bókina má skoða hér

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall