Ráðstefna og sýning um Jón Árnason í Þjóðarbókhlöðu

28.08.2019

Í tilefni þess að 200 ár eru frá fæðingu Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara og landsbókavarðar verður haldin ráðstefna og opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðu, 7. september 2019.

 

Dagskrá:

13:00 – 13:15      Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, flytur ávarp og afhjúpar lágmynd í anddyri Þjóðarbókhlöðu.

13:20 – 13:30      Landsbókavörður, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, flytur ávarp.

13:30 – 13:50      Soffía Auður Birgisdóttir og Arndís Hulda Auðunsdóttir: „Elskulegi Addni minn góði!“ Bréfaskipti Jóns Árnasonar við börn Sveinbjarnar Egilssonar og Helgu Benediktsdóttur Gröndal.

13:50 – 14:10      Hólmfríður K. Gunnarsdóttir: „Það fer svona við þá sem maður er kunnugastur og þykir vænst um“. Bréf sr. Jóns Þórðarsonar til Jóns Árnasonar.

14:10 – 14:30      Kaffi

14:30 – 14:50      Bragi Þorgrímur Ólafsson: „Hreinasta absurdum“. Jón Árnason og baráttan fyrir eflingu Landsbókasafns.

14:50 – 15:10      Romina Werth: „Þeim var eg verst, er eg unni mest“. Um vináttu og ágreining Jóns Árnasonar og Konrads Maurers.

15:10 – 15:30      Helga Kress: „Magisterconferencen“. Úr bréfum Jóns Árnasonar og Katrínar Þorvaldsdóttur konu hans til fóstursonarins Þorvalds Thoroddsen á námsárum hans í Kaupmannahöfn 1875-1880.

15:30                  Opnun sýningar

                               Léttar veitingar í boði

 


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall