Þjóðsagnahandrit Jóns Árnasonar

Í ár eru liðin 200 ár frá fæðingu Jóns Árnasonar sem fæddist þann 17. ágúst 1819 og lést 4. september 1888. Hann var landsbókavörður frá 1848 til 1887, og sinnti því starfi af mikilli elju og áhuga þrátt fyrir að fjármagn væri af skornum skammti. Jón var jafnframt um tíma heimiliskennari hjá Sveinbirni Egilssyni kennara við Bessastaðaskóla, biskupsritari, meðumsjónarmaður með Forngripasafninu og umsjónarmaður í Lærða skólanum.

Hans er þó helst minnst fyrir þjóðsagnastörf sín, en árið 1845 hófst hann handa við að safna þjóðsögum ásamt Magnúsi Grímssyni sem síðar varð prestur á Mosfelli. Saman gáfu þeir út Íslenzk æfintýri árið 1852. Jón réðst svo í umfangsmeiri söfnun sem ávaxtaðist í tveggja binda útgáfu, Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri, sem kom út í Leipzig á árunum 1862–1864 og seldist upp löngu fyrir aldamótin 1900. Sögurnar voru endurútgefnar árunum 1954–1961 í sex bindum og er sú útgáfa til á fjölmörgum heimilum. Nýjasta útgáfan er Íslenskar þjóðsögur úr safni Jóns Árnasonar, sem Heimur gaf út árið 2014.

Þjóðsagnahandritin eru varðveitt í handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og eru þau 23 talsins, varðveitt undir safnmörkunum Lbs 528–538 4to og Lbs 414–425 8vo. Handritin voru keypt úr dánarbúi Jóns árið 1891, þremur árum eftir að hann lést. Þau voru endurinnbundin árið 2007, en þá var fyrra band orðið slitið og lélegt. Þau hafa öll verið mynduð og eru nú aðgengileg á vefnum handrit.is.

Jón aflaði sér sagnanna með ýmsum hætti. Sumar skrásetti hann sjálfur en einnig fékk hann sendar ýmsar sögur, sem hann ýmist skrifaði upp eða geymdi frumritið sem hann fékk sent. Allt efnið flokkaði hann og raðaði í bindin 23.  Handritin að þjóðsögunum eru æði misjöfn að gerð og útliti. Sá pappír var nýttur sem hendi var næst hverju sinni. Til dæmis voru sögur skrifaðar á umslög af sendibréfum og er ein sagan skrifuð aftan á skýrslu um fermda í í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu.

Fólk af ýmsum stéttum sendi Jóni efni í þjóðsagnasöfnun hans og má þar nefna hreppstjóra, presta, húsfreyjur, bændur, vinnumenn og vinnukonur. Jafnvel eru dæmi um að börn hafi sent honum efni og má þar nefna Pál Pálsson sem 11 ára gamall skrifar niður sögu eftir „niðursetningskerlingu“, Guðríði Ingólfsdóttur.

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall