Jón Árnason – 200 ára

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

07.09.2019 - 09.08.2020

Laugardaginn 7. september var þess minnst að 200 ár eru liðin frá fæðingu Jóns Árnasonar landsbókavarðar og þjóðsagnasafnara. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, flutti ávarp og afhjúpaði lágmynd af Jóni Árnasyni í anddyri Þjóðarbókhlöðu eftir Helga Gíslason myndhöggvara. Að því loknu var málþing um Jón þar sem Soffía Auður Birgisdóttir, Arndís Hulda Auðunsdóttir, Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, Bragi Þorgrímur Ólafsson, Romina Werth og Helga Kress fluttu erindi auk þess sem Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður flutti ávarp. Örn Hrafnkelsson stýrði málþinginu. 

Að loknu málþinginu var opnuð sýning um  ævi og störf Jóns þar sem sýnd eru handrit, bréf og prentaðar bækur. Halldóra Kristinsdóttir, Guðrún Laufey Guðmundsdóttir, Bragi Þorgrímur Ólafsson og Jökull Sævarsson sáu um val sýningarmuna og ritun sýningartexta og Ólafur J. Engilbertsson hannaði sýningu og skrá. Jafnframt var opnuð endurgerð vefsins jonarnason.is sem Olga Holownia hannaði og er hann aðgengilegur á sýningunni.

 

 Myndbönd frá málþinginu á YouTube síðu safnsins

Sýningarskrá
Sýningarspjöld

 

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Kveisustrengur

Kveisustrengur

Sýning í Safnahúsi

Sjá nánar
Teikningar Rauðsokkahreyfingarinnar

Teikningar Rauðsokkahreyfingarinnar

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Stríðsárin 1938-1945

Stríðsárin 1938-1945

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Byggðasaga Skagafjarðar, I.­–X. bindi

Byggðasaga Skagafjarðar, I.­–X. bindi

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall