Minningarskjöldur af Jóni Árnasyni í anddyri safnsins

13.09.2019

Þann 7. sept. afhjúpaði Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra minningarskjöld um Jón Árnason landsbókavörð og þjóðsagnasafnara í anddyri safnsins, í tilefni af því að 200 ár eru frá fæðingu hans. Myndin er eftir Helga Gíslason myndhöggvara, en sams­konar mynd var sett upp á Skagaströnd 17. ágúst s.l. Helgi á einnig verkið Silfra, sem er innar í and­dyrinu og hefur verið þar frá opnun Þjóðarbókhlöðunnar.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall