Jóhann Sigurjónsson: Fjalla-Eyvindur

Jóhann Sigurjónsson fæddist á Laxamýri 1880 og lést úr berklum í Kaupmannahöfn 1919. Nú er því 100. ártíð hans. Jóhann er hvað þekktastur fyrir leikritið Fjalla-Eyvindur. Leikrit í fjórum þáttum sem gefið var út á bók 1912. Leikritið var sett á svið og naut hylli á Norðurlöndunum og í Þýskalandi og einnig í Bandaríkjunum. Victor Sjöström gerði kvikmynd eftir bókinni 1918. Jóhann bjó lengst af í Danmörku og skrifaði jöfnum höndum á íslensku og dönsku.

Leikritið er byggt á þjóðsögu um Fjalla-Eyvind Jónsson sem er einn þekktasti  útilegumaður Íslandssögunnar og var raunveruleg persóna sem uppi var á 18. öld. Kona Fjalla-Eyvindar, Halla Jónsdóttir, lá úti með honum um 20 ára skeið. Þau höfðu bústaði víða um land, m.a. á Hveravöllum þar sem Eyvindarhver ber nafn hans.

Hér má lesa leikritið Fjalla-Eyvindur. Leikrit í fjórum þáttum á baekur.is

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Leikmynd og búningar Lothars Grund við Spádóminn

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall