Vika opins aðgangs

29.10.2019

Dagana 21.-27. október var alþjóðleg vika opins aðgangs haldin í 12 sinn. Þemað í ár var Hver hefur aðgang? Þekking öllum opin (Open for whom? Equity in Open Knowledge). Að því tilefni deildi safnið fjölbreyttu efni tengdu opnum aðgangi á heimasíðu sinni daglega.

Sérstaklega ber að nefna greinina Leikhús fáránleikans eftir Sigurgeir Finnsson verkefnastjóra opins aðgangs á Landsbókasafni, sem fjallar um opinn aðgang og útgáfu fræðigreina.

 

Annað efni sem var deilt:

  • OpenAIRE, verkefni Evrópusambandsins um opinn aðgang og opin vísindi, stóð fyrir fróðlegum vef erindum í vikunni. Hér er að finna upptökur og/eða glærur frá vef erindunum.
  • Opinn aðgangur að rannsóknum er lykilatriði - Sara Stef. Hildardóttir, forstöðukona bókasafns Háskólans í Reykjavík, skrifaði um mikilvægi þess að opna fyrir aðgang að rannsóknum.
  • Heimildarmyndin, Paywall: The Business of Scholarship, fjallar á opinskáan hátt um þörfina fyrir opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum.
  • Opin vísindi er varðveislusafn allra háskóla á Íslandi. Þar getur starfsfólk háskólann birt pre-print eða post-print af greinum sínum í opnum aðgangi jafnvel þó lokaútgáfa greinarinnar birtist ekki í opnum aðgangi.
  • Grein Þórnýjar Hlynsdóttur forstöðumanns bókasafns Háskólans á Bifröst, Barátta háskóla fyrir aðgangi að eigin rannsóknum.

Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall