Om jordbranden paa Island i aaret 1783

Sæmundur Magnússon Hólm

Í byrjun júní 1783 hófst mikill eldgangur að fjallabaki norðan Síðu, oft kenndur við fjallið Laka, sem er á þessum slóðum. Gosið er kunnast með heitinu Skaftáreldar og átti eftir að standa fram í febrúar 1784. Strax með haustskipunum bárust fréttir til Danmerkur af eldgosinu en vafalaust sumar ónákvæmari en skyldi. Einn af þeim Íslendingum sem dvöldu þar við nám, Sæmundur Magnússon Hólm (1749–1821), setti saman bók um atburðina með frásagnir þessar að undirstöðu og var hún prentuð á dönsku í Kaupmannahöfn 1784. Aftast í bókinni eru tveir uppdrættir sem Sæmundur segir að séu gerðir eftir kortum sem hann hafi áður gert á Íslandi. Kortin eru auðkennd með bókstöfunum A og B.

A-kortið spannar svæðið frá Kúðafljóti austur að Núpsvötnum og Lómagnúpi. Því er ætlað að sýna hvernig þessar sveitir, sem síðar voru herjaðar af eldinum, litu út áður en náttúruhamfarirnar hófust. B-kortið er nokkru stærra en A og nær frá Múlakvísl austur fyrir Öræfajökul. Það á að gefa mynd af því hve mikill hluti héraðsins hvarf undir hraunstorku eldflóðsins. Kortin má sjá á sýningunni Sjónarhorn sem stendur yfir í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Sæmundur Hólm fæddist 1749 í Hólmaseli í Meðallandi og tók sér nafn af fæðingarstaðnum. Hann nam guðfræði við Hafnarháskóla en stundaði jafnframt listaháskólann og hlaut viðurkenningar fyrir frammistöðu sína þar. Sæmundur telst hafa fyrstur Íslendinga stundað listnám og jafnframt lagt fyrir sig kortagerð fyrstur Íslendinga. Er heim kom varð Sæmundur prestur á Helgafelli og sat þar til 1819, en hann andaðist 1821.

Bókina Om jordbranden paa Island i aaret 1783 má lesa á baekur.is.

 

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Fyrsta íslenska LP platan í plötuskrá Fálkans 1956

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall