Þjóðarbókhlaðan 25 ára

01.12.2019

Í dag 1. desember eru liðin 25 ár frá því Þjóðarbókhlaðan var opnuð. Í viðtali við Morgunpóstinn þann 14. nóvember 1994 sagði Einar Sigurðsson landsbókavörður m.a.: „Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn, eins og nýja bókasafnið á að heita, verður bókasafn 21. aldarinnar sem á að geta valdið byltingarkenndum umskiptum til hins betra, bæði hvað varðar starfsaðstöðu og umönnun þjóðarverðmæta."

Einnig segir í fréttinni: „Gegnir verður að teljast með forvitnilegri kostum safnsins, en það er bókasafnskerfi sem Háskólabókasafn og Landsbókasafn tóku í notkun fyrir nokkrum árum en Þjóðarbókhlaðan mun nú styðjast við. Með Gegni er hægt að komast í samband hvaðanæva af landinu og erlendis frá líka. Sími og mótald er allt sem þarf. Einnig er hægt að leita í skrám og gagnasöfnum erlendis.“

Hér má skoða fréttina á timarit.is

Á timarit.is er einnig aðgengilegt sérblað Morgunblaðsins Þjóðarbókhlaðan sem gefið var út 1. desember 1994.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall