Fréttasafn - Landsbókasafn

Morgunfundur Kvennasögusafns

05.12.2019

Á morgunfundi Kvennasögusafns Íslands í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu í dag 5. desember kynnti Arnheiður Steinþórsdóttir, MA-nemi í sagnfræði, lokaritgerð sína úr grunnnámi: „Þegar konur lögðu undir sig útvarpið.“ Einnig kynntu Anna Dröfn Ágústsdóttir, fagstjóri fræða og Lóa Auðunsdóttir, lektor í grafískri hönnun við Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands, rannsóknarverkefnið Ásýnd íslenskrar kvennabaráttu.

Á myndinni má sjá fyrirlesarana með Ragnhildi Hólmgeirsdóttir sem veitir Kvennasögusafninu forstöðu.

Fjölmenni var á morgunfundinum sem haldinn var á afmælisdegi Önnu Sigurðardóttur (1908-1996), stofnanda og fyrstu forstöðukonu Kvennasögusafns.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall